19 jún

Valdís Halldórsdóttir

Valdís Halldórsdóttir fæddist 27. maí 1908 í Fljótstungu í Hvítársíðu, Mýrasýslu.
Lauk kennaraprófi 1930. Kenndi í Borgarhreppi í Mýrasýslu einn vetur, á  Eyrarbakka 1931–42.
Stundakennsla í Barna- og Miðskólanum í Hveragerði 1945–48, kennari þar frá 1956 til starfsloka 1973.
Einn af ritstjórum Emblu 1945–49, en Embla flutti ritverk kvenna. Tilgangur Emblu var að birta sem fjölbreyttastar ritsmíðar kvenna fornar og nýjar, einkum þeirra sem ekki höfðu komið verkum sínum á framfæri.
Valdís fékkst við þýðingar. Var ljóðelsk kvenréttindakona sem átti auðvelt með að láta nemendur sína hrífast af ljóðum.

Við Brákarsund

Hinn grái straumur gárar sundsins ál,
grátvana rómi óma klettaþrepin:
Hún kenndi landsins mesta skáldi mál,
móðgaði ríkan eiganda sinn, var drepin.

Útgefnar smásögur

Eimreiðin 1925:
Arfinn
Dropar 1927:
Of seint
Embla 1945:
Surtshellisför
Embla 1949:
Í ófærð
Og þá rigndi blómum 1991:
Ekkert nema hjartað

Útgefin kvæði

Eimreiðin 1939:
En sárast þó sker
Embla 1945:
Við Brákarsund
Og þá rigndi blómum 1991:
Brim
Brák
Völundur hlær