Listamannabærinn Hveragerði

11 Jan
Monday January 11th, 2016

Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.

Listasafn Árnesinga sýnir nú fyrirhugaða útisýningu Listvinafélagsins í Hveragerði „Listamannabærinn Hveragerði“ en hún verður sett upp í Lystigarðinum í Hveragerði á þessu ári. Auk þess er fyrri sýning félagsins nú til sýnis í Listasafni Árnesinga en hún var hönnuð sem farandsýning enda ekkert fast húsnæði fyrir sýningu sem þessa fyrir hendi í Hveragerði. Sýningin stendur til 21. febrúar og er opin á almennum opnunartímum safnsins, frá fimmtudögum til sunnudaga frá kl. 12:00 til 18:00.
Sýningin var fyrst sett upp í Verslunarmiðstöðinni Sunnumörk sumarið 2012 og kynnir fyrstu ár þéttbýlismyndunar í Hveragerði og sex rithöfunda sem settust að í Hveragerði á þeim tíma. Þeir voru: Kristján frá Djúpalæk, Jóhannes úr Kötlum, Kristmann Guðmundsson, Valdís Halldórsdóttir, Gunnar Benediktsson og séra Helgi Sveinsson.
Á útisýningunni munu fleiri listamenn bætast í hópinn, tónsmiðurinn Ingunn Bjarnadóttir og myndlistarmennirnir Kristinn Pétursson og Höskuldur Björnsson. Auk þess sem lifandi gallerí mun fjalla um eldri og yngri listamenn allra listgreina.
Guðrún Tryggvadóttir myndlistarmaður og formaður Listvinafélagsins í Hveragerði hannaði báðar sýningarnar.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *