Tímalína listamanna uppfærð
Listvinafélagið heldur utan um tímalínu listamanna í bæjarfélaginu hér á á vefnum. Síðustu mánuði hafa hátt á fjórða tug listamanna bæst við tímalínuna og í heildina má nú fletta í gegnum myndir og upplýsingar um 113 listamenn sem eru eða hafa verið búsettir í Hveragerði, allt frá árinu 1931 fram til dagsins í dag. Lögð hefur verið áhersla á að nálgast sem bestar myndir af listamönnunum og í mörgum tilvikum fengið leyfi hjá atvinnu- og áhugaljósmyndurum, sem við viljum þakka sérstaklega fyrir. Aðrar myndir hafa verið lagaðar og unnar upp, enda margar þeirra eldri í misjöfnu ástandi, sumar verulega illa farnar.
Í gær var heimasíðan okkar kynnt á Bókasafninu í Hveragerði og það komu nokkrir að skoða hana. Annars var svo margt annað í gangi á mörgum stöðum í Hveragerði á þessum fyrsta degi bæjarhátíðarinnar „Blóm í bæ“.
Tímalínan var kynnt, en þar er aðalviðbótin við vefinn okkar. Á síðustu tveimur mánuðum hefur verið bætt við um fjörutíu manns. Nú er hægt að skoða myndir og texta um 117 listamenn sem búa eða hafa búið í Hveragerði allt frá árinu 1931.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!