Listamannabærinn Hveragerði

11 jan
11. janúar 2016
Listasafn Árnesinga sýnir nú fyrirhugaða útisýningu Listvinafélagsins í Hveragerði „Listamannabærinn Hveragerði“ en hún verður sett upp í Lystigarðinum í Hveragerði á þessu ári. Auk þess er fyrri sýning félagsins nú til sýnis í Listasafni Árnesinga en hún var hönnuð sem farandsýning enda ekkert fast húsnæði fyrir sýningu sem þessa fyrir hendi í Hveragerði. Sýningin stendur til 21. febrúar og er opin á almennum opnunartímum safnsins, frá fimmtudögum til sunnudaga frá kl. 12:00 til 18:00.
Sýningin var fyrst sett upp í Verslunarmiðstöðinni Sunnumörk sumarið 2012 og kynnir fyrstu ár þéttbýlismyndunar í Hveragerði og sex rithöfunda sem settust að í Hveragerði á þeim tíma. Þeir voru: Kristján frá Djúpalæk, Jóhannes úr Kötlum, Kristmann Guðmundsson, Valdís Halldórsdóttir, Gunnar Benediktsson og séra Helgi Sveinsson.
Á útisýningunni munu fleiri listamenn bætast í hópinn, tónsmiðurinn Ingunn Bjarnadóttir og myndlistarmennirnir Kristinn Pétursson og Höskuldur Björnsson. Auk þess sem lifandi gallerí mun fjalla um eldri og yngri listamenn allra listgreina.
Guðrún Tryggvadóttir myndlistarmaður og formaður Listvinafélagsins í Hveragerði hannaði báðar sýningarnar.
0 svör

Skildu eftir svar

Taktu þátt í umræðunni!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *