Ný sýning í Lystigarðinum opnar föstudaginn 12. ágúst

09 Aug
Tuesday August 9th, 2016

Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.

Listamannabærinn Hveragerði – opnar í Lystigarðinum föstudaginn 12. ágúst kl. 16.00.

Listvinafélagið í Hveragerði hefur staðið fyrir endurnýjuðum kunningsskap við listamennina sem byggðu listanýlenduna í Hveragerði allt frá fimmta áratug síðustu aldar.

Nú er þriðja sýning Listvinafélagsins að líta dagsins ljós, en næstkomandi föstudag verður ný sýning félagsins afhjúpuð á níu glerveggjum í Lystigarðinum við Fossflöt í Hveragerði.

Þar eru listamennirnir Kristján frá Djúpalæk, Jóhannes úr Kötlum, Kristmann Guðmundsson, Valdís Halldórsdóttir, Gunnar Benediktsson, sr. Helgi Sveinsson, Höskuldur Björnsson, Kristinn Pétursson og Ingunn Bjarnadóttir í forgrunni auk þess sem ítarefni s.s. hljóðskrár og myndefni eru gerð aðgengileg á appi sem fylgir sýningunni.

Guðrún Tryggvadóttir hannaði sýninguna og félagar í Listvinafélaginu í Hveragerði unnu efnið en auk þeirra hefur fjöldi manns komið að gerð sýningarinnar.

Einar Bergmundur þróaði appið og  textagerð var á höndum Illuga Jökulssonar og stjórnar Listvinafélagsins í Hveragerði. Félagar í Listvinafélaginu í Hveragerði eru boðnir sérstaklega velkomnir á afhjúpunina á föstudaginn kl. 16.00.

Dalablóð í Ólafsdal

29 Jul
Friday July 29th, 2016

Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.

Verið velkomin á sýningu Guðrúnar Tryggvadóttur „Dalablóð“ í Ólafsdal við Gilsfjörð en sýningin opnaði þ. 23. júlí og er opin til 14. ágúst nk. Opið er daglega frá 12:00-18:00. Þeir sem eiga leið um Vesturland á leið á Vestfirði eða Strandir eru hvattir til að kíkja á sýninguna en spottinn inn að Ólafsdal frá þjóðveginum er aðeins um 6 km. Beygt er til hægri áður en keyrt er yfir Gilsfjarðarbrúna.
Á sýningunni „Dalablóð“ fjallar Guðrún um formæður sínar í beinan kvenlegg, þær sem fæddust og bjuggu í Dalasýslu og hinar sem fluttust suður. Samtals ellefu kynslóðir. Markmið Guðrúnar er að tengjast formæðrum sínum, skapa þær með því að mála þær og gefa þeim þannig möguleika á að hittast án þess að tíminn geti skilið þær að. Leyfa þeim að horfast í augu og skoða hvað þær eiga sameiginlegt og hvað jarðneskt líf snýst raunverulega um. Afrakstur þessa tímaflakks er að sjá í sex herbergjum á 2. hæð skólahússins í Ólafsdal.
Guðrún Tryggvadóttir stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands, École Nationale Supérieure des Beaux-Arts í París og Akademie der Bildenden Künste í München þaðan sem hún lauk námi í málun og grafík árið 1983 með æðstu viðurkenningu skólans. Guðrún hefur sýnt og starfað víða um heim og hlotið fjölda viðurkenninga. Hún hefur einnig látið að sér kveða á sviði nýsköpunar og náttúruverndar með margverðlaunuðum vef sínum Náttúran.is. Guðrún Tryggvadóttir hefur búið í og við Hveragerði sl. 10 ár en er nú aðeins austar, í Alviðru í Ölfusi. Hún var formaður Listvinafélagsins í Hveragerði frá 2012-2016 og hefur hannað sýningarnar um listamennina í Hveragerði. Síðastliðið ár hefur Guðrún haldið vinsæl myndlistarnámskeið í Listasafni Árnesinga undir heitinu Listrými og munu þau halda áfram og eflast á komandi hausti. Guðrún aðstoðar einnig við upphengingar sýninga í Listasafni Árnesinga þegar þess gerist þörf.

 

Nánar um sýninguna hér!

Frá afhendingu menningarviðurkenningar 2016

11 Jul
Monday July 11th, 2016

Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.

Listvinafélagið í Hveragerði hlaut menningarviðurkenningu Hveragerðisbæjar á 70 ára afmælisári bæjarins. Viðurkenningin var afhent af forseta Íslands hr. Ólafi Ragnari Grímssyni og Þórhalli Einarssyni, formanni nefndarinnar, á Blómum í bæ þann 25. júní síðastliðinn.

Í rökstuðningi kom fram að félagsmenn Listvinafélagsins hafa frá stofnun félagsins verið öflugir við að halda á lofti og kynna þá listamenn sem fyrstir bjuggu hér í bænum og einnig þá fjölmörgu sem síðar hafa bæst í þann stóra hóp.
Hin glæsilega sýning „Listamennirnir í Hveragerði – fyrstu árin“ var staðsett í Verslunarmiðstöðinni Sunnumörk frá því sumarið 2012 þar til vorið 2014. Félagið heldur úti einstaklega fróðlegri heimasíðu ásamt því að standa fyrir menningarviðburðum sem hafa verið vel sóttir. Nú vinna félagsmenn að uppsetningu útisýningar í Lystigarðinum Fossflöt sem ber yfirskriftina Listamannabærinn Hveragerði.

Menningarviðurkenning Hveragerðisbæjar

24 Jun
Friday June 24th, 2016

Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.

Kæru félagsmenn!

Í gær barst  félaginu eftirfarandi tilkynning frá Aldísi Hafsteinsdóttur bæjarstjóra:

„Það er mér sérstök ánægja að tilkynna að Menningar-, íþrótta- og frístundanefnd hefur ákveðið að Listvinafélag Hveragerðis hljóti menningarviðurkenningu bæjarins nú á 70 ára afmælisári Hveragerðisbæjar.“
– – –    – – –
„Það er ánægjulegt að geta einnig tilkynnt félagsmönnum að menningarviðurkenningin verður afhent af forseta Íslands  hr. Ólafi Ragnari Grímssyni næstkomandi laugardag, 25. júní,  kl. 14.
Það væri gaman að sjá sem flesta félagsmenn viðstadda þann viðburð en undirrituð gerir ráð fyrir að formaður eða stjórnin í heild taki við viðurkenningunni úr hendi forseta.“

Bestu kveðjur
Aldís Hafsteinsdóttir

Við hvetjum félagsmenn til að taka þátt í hátíðarhöldum dagsins og vera viðstaddir í Lystigarðinum þegar viðurkenningin verður afhent.

Stjórn Listvinafélagsins í Hveragerði

Listamannabærinn Hveragerði á Heilsustofnun NLFÍ

24 May
Tuesday May 24th, 2016

Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.

Sýning Listvinafélagsins í Hveragerði „Listamannabærinn Hveragerði“ hefur verið sett upp í miðrými Heilsustofnunar NLFÍ í Hveragerði. Sýningin var fyrst sett upp í Verslunarmiðstöðinni Sunnumörk sumarið 2012 og kynnir fyrstu ár þéttbýlismyndunar í Hveragerði og sex rithöfunda sem settust að í Hveragerði á þeim tíma. Þeir voru: Kristján frá Djúpalæk, Jóhannes úr Kötlum, Kristmann Guðmundsson, Valdís Halldórsdóttir, Gunnar Benediktsson og séra Helgi Sveinsson.
Á nýrri sýningu sem sett verður upp í Lystigarðinum í Hveragerði í ágúst á þessu ári eru fleiri listamenn teknir fyrir þ.e. tónsmiðurinn Ingunn Bjarnadóttir og myndlistarmennirnir Kristinn Pétursson og Höskuldur Björnsson. Auk þess sem lifandi gallerí mun fjalla um eldri og yngri listamenn allra listgreina en sá hluti verður settur upp sumarið 2017. Guðrún Tryggvadóttir er hönnuður sýninganna beggja.