Ný sýning í Lystigarðinum opnar föstudaginn 12. ágúst

09 Aug
Tuesday August 9th, 2016

Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.

Listamannabærinn Hveragerði – opnar í Lystigarðinum föstudaginn 12. ágúst kl. 16.00.

Listvinafélagið í Hveragerði hefur staðið fyrir endurnýjuðum kunningsskap við listamennina sem byggðu listanýlenduna í Hveragerði allt frá fimmta áratug síðustu aldar.

Nú er þriðja sýning Listvinafélagsins að líta dagsins ljós, en næstkomandi föstudag verður ný sýning félagsins afhjúpuð á níu glerveggjum í Lystigarðinum við Fossflöt í Hveragerði.

Þar eru listamennirnir Kristján frá Djúpalæk, Jóhannes úr Kötlum, Kristmann Guðmundsson, Valdís Halldórsdóttir, Gunnar Benediktsson, sr. Helgi Sveinsson, Höskuldur Björnsson, Kristinn Pétursson og Ingunn Bjarnadóttir í forgrunni auk þess sem ítarefni s.s. hljóðskrár og myndefni eru gerð aðgengileg á appi sem fylgir sýningunni.

Guðrún Tryggvadóttir hannaði sýninguna og félagar í Listvinafélaginu í Hveragerði unnu efnið en auk þeirra hefur fjöldi manns komið að gerð sýningarinnar.

Einar Bergmundur þróaði appið og  textagerð var á höndum Illuga Jökulssonar og stjórnar Listvinafélagsins í Hveragerði. Félagar í Listvinafélaginu í Hveragerði eru boðnir sérstaklega velkomnir á afhjúpunina á föstudaginn kl. 16.00.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *