Dalablóð í Ólafsdal

29 Jul
Friday July 29th, 2016

Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.

Verið velkomin á sýningu Guðrúnar Tryggvadóttur „Dalablóð“ í Ólafsdal við Gilsfjörð en sýningin opnaði þ. 23. júlí og er opin til 14. ágúst nk. Opið er daglega frá 12:00-18:00. Þeir sem eiga leið um Vesturland á leið á Vestfirði eða Strandir eru hvattir til að kíkja á sýninguna en spottinn inn að Ólafsdal frá þjóðveginum er aðeins um 6 km. Beygt er til hægri áður en keyrt er yfir Gilsfjarðarbrúna.
Á sýningunni „Dalablóð“ fjallar Guðrún um formæður sínar í beinan kvenlegg, þær sem fæddust og bjuggu í Dalasýslu og hinar sem fluttust suður. Samtals ellefu kynslóðir. Markmið Guðrúnar er að tengjast formæðrum sínum, skapa þær með því að mála þær og gefa þeim þannig möguleika á að hittast án þess að tíminn geti skilið þær að. Leyfa þeim að horfast í augu og skoða hvað þær eiga sameiginlegt og hvað jarðneskt líf snýst raunverulega um. Afrakstur þessa tímaflakks er að sjá í sex herbergjum á 2. hæð skólahússins í Ólafsdal.
Guðrún Tryggvadóttir stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands, École Nationale Supérieure des Beaux-Arts í París og Akademie der Bildenden Künste í München þaðan sem hún lauk námi í málun og grafík árið 1983 með æðstu viðurkenningu skólans. Guðrún hefur sýnt og starfað víða um heim og hlotið fjölda viðurkenninga. Hún hefur einnig látið að sér kveða á sviði nýsköpunar og náttúruverndar með margverðlaunuðum vef sínum Náttúran.is. Guðrún Tryggvadóttir hefur búið í og við Hveragerði sl. 10 ár en er nú aðeins austar, í Alviðru í Ölfusi. Hún var formaður Listvinafélagsins í Hveragerði frá 2012-2016 og hefur hannað sýningarnar um listamennina í Hveragerði. Síðastliðið ár hefur Guðrún haldið vinsæl myndlistarnámskeið í Listasafni Árnesinga undir heitinu Listrými og munu þau halda áfram og eflast á komandi hausti. Guðrún aðstoðar einnig við upphengingar sýninga í Listasafni Árnesinga þegar þess gerist þörf.

 

Nánar um sýninguna hér!

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *