Sýningin í biðstöðu

11 apr
11. apríl 2014

Sýning okkar Listvina „Listamannabærinn Hveragerði – fyrstu árin“ sem var síðast til sýnis í rýminu við hliðina á Bónus í verslunarmiðstöðinni Sunnumörk hefur verið tekin niður þar sem rýmið hefur verið leigt út til Áfengisverslunar ríkisins.

Þar af leiðandi er sýningin heimilislaus sem stendur en unnið er að því að finna hentugt húsnæði þar sem hún gæti fengið að vera þar til tekst að koma upp áformaðri útisýningu um listamennina í Hveragerði.

Allar tillögur að bráðabirgðahúsnæði eru vel þegnar en einnig kemur til greina að sýna hana í nokkrum hlutum eða leyfa henni að ferðast á milli staða.

Stjórn Listvinafélagsins í Hveragerði.

0 svör

Skildu eftir svar

Taktu þátt í umræðunni!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *