Frá listsýningu Listvinafélagsins í Hveragerði (í Drullusundi)

20 ágú
20. ágúst 2017

Sex listamenn skiluðu inn myndum á sýningu Listvinafélagsins í Hveragerði. Þær voru settar upp í sundinu á milli Hveramarkar og Bláskóga.

Listamennirnir eru:
Mýrmann
Jónína Jónsdóttir
Bryndís Björgvinsdóttir
Sæunn Freydís Grímsdóttir
Pjetur Hafstein Lárusson
Norma Samúelsdóttir

Litkrítarleikur á Blómstrandi dögum 2017

20 ágú
20. ágúst 2017

Listsýning í Drullusundi

10 ágú
10. ágúst 2017

18.-20. ágúst 2017
Listvinafélagið í Hveragerði stendur fyrir listsýningu í Drullusundi á Blómstrandi dögum.
Hvergerðingar á öllum aldri, jafnt lærðir sem leiknir listamenn, eru hvattir til að taka þátt og skila inn verki til Listasafns Árnesinga eða Bókasafnsins í Hveragerði fyrir þ. 16. ágúst nk.

Verkin geta verið málverk, teikning eða ljósmynd í stærðinni A-3 eða A-4.

Látið endilega titil og nafn fylgja.

LISTVINAFÉLAGIÐ Í HVERAGERÐI

Útisýningin „Listamannabærinn Hveragerði“

19 sep
19. september 2016

Útisýningin Listamannabærinn Hveragerði, fyrri hluti, er komin upp í Lystigarðinum á Fossflötinni og var vígð á bæjarhátíðinni Blómstrandi dagar í ágúst. Sýningin er gjöf Listvinafélagsins og Hveragerðisbæjar til íbúa þess í tilefni 70 ára afmælis bæjarins.
Listvinafélagið hefur staðið fyrir endurnýjuðum kunningsskap við listamennina sem lögðu grunn að Hveragerði sem nýlendu listamanna. Á sýningunni í Lystigarðinum eru kynntir rithöfundarnir Gunnar Benediktsson, Helgi Sveinsson, Jóhannes úr Kötlum, Kristján frá Djúpalæk, Kristmann Guðmundsson og Valdís Halldórsdóttir, myndlistarmennirnir Höskuldur Björnsson og Kristinn Pétursson og tónskáldið Ingunn Bjarnadóttir.
Hluti sýningarinnar er appið Listvinir sem er ókeypis og hægt að nálgast með QR kóða á sýningarveggjunum eða sækja í appverslunum hvort sem er Apple eða Android. Appið býður upp á ýmsa möguleika og gerir sýninguna lifandi. Það gerir njótendum kleift að skoða ítarefni svo sem upplestur, tóndæmi, myndir eða leiðsögn um hvar aðsetur listamannanna var í Hveragerði.
Á sýningunni í Lystigarðinum eru kynntir til leiks níu listamenn frá frumbýlisárum bæjarins og þeir mynda kjarna sýningarinnar. Síðar er áætlað að setja upp sýningarvegg í tengslum við kjarnann þar sem tækifæri gefst að kynna enn fleiri listamenn til sögunnar bæði núverandi og fyrrverandi íbúa Hveragerðis. Þar er gert ráð fyrir breytilegum sýningum sem gaman verður að kynna þegar þar að kemur.
Hönnuður útisýningarinnar er Guðrún Tryggvadóttir myndlistarmaður og Einar Bergmundur Þorgerðarson Bóasson hefur þróað appið.
Félagið óskar Hvergerðingum til hamingju með afmælið og þakkar félögum sínum og öðrum sem aðstoðað hafa við gerð sýningarinnar. Illugi Jökulsson og stjórnarmenn unnu texta, um þýðingu sáu Ingibjörg Elsa Björnsdóttir og Vera Júlíusdóttir, myndvinnsla var í höndum Christopher Lund, Exmerkt sá um prentun. Einnig fá þakkir Kjartan Rafnsson verkfræðingur, Járnsmiðja Óðins ehf, Samverk ehf, Smákranar ehf, Stefán Gunnarsson trésmiður, Garpar ehf og starfsmenn áhaldahúss Hveragerðisbæjar.
Helstu styrktaraðilar sýningarinnar eru Hveragerðisbær, Eignarhaldsfélag Brunabótafélags Íslands, Menningarsjóður Suðurlands, Uppbyggingarsjóður Suðurlands og Dvalarheimilið Ás.
Myndasafn má skoða nánar hér.

Fyrir Android

Fyrir Android

Fyrir iOS

Ný stjórn Listvinafélagsins

19 sep
19. september 2016

Breytingar hafa orðið á stjórn Listvinafélagsins. Á fundi stjórnar 30. ágúst sl. tók varaformaður Inga Jónsdóttir við sem formaður, en Gísli sagði sig úr stjórn. Hlíf Arndal kom inn sem aðalmaður.  Fullskipað verður í stjórn á næsta aðalfundi. Stjórnin þakkar Gísla góð störf fyrir félagið.