19 jún

Kristján frá Djúpalæk

Kristján frá Djúpalæk fæddist 16. júlí 1916 að Djúpalæk í Norður-Múlasýslu.
Nam við Alþýðuskólann á Eiðum 1936-37 og Menntaskólann á Akureyri 1938. Stundaði búskap á Staðartungu í Hörgárdal 1938-43 og verkamannsstörf á Akureyri 1943-49.
Á Hveragerðisárunum, 1950–61, vann Kristján fyrst sem verkamaður, en síðan sem kennari þar og í Þorlákshöfn. Þrjár ljóðabækur komu út eftir hann á þessu tímabili auk þess þýddi hann ljóð í barnaleikrit og orti sönglagatexta. Ljóð Kristjáns snerust fremur um inntak en form. Í þeim birtist mannvit og mannúð, hlýja og kímni en einnig andstæðurnar ljós og myrkur.
Um eitt hundrað lög hafa verið samin við ljóð Kristjáns.

Úr Píla pína: ævintýri með söngvum

Um þetta leyti árs þegar þegar dagurinn og nóttin eru að verða jafn löng þá eru mýsnar uppteknar við að hreinsa út úr forðabúrum sínum alls konar rusl, hismi og hýði, afganga af mat og annað dót frá vetrinum. Hreinlætið láta þær ganga fyrir öllu.
Nema ástinni.

Útgefin verk

Frá nyrztu ströndum 1943
Villtur vegar 1945
Í þagnarskóg 1948
Lífið kallar 1950
Þreyja má þorrann 1953
Það gefur á bátinn 1957
Við brunninn 1960
7×7 tilbrigði 1966
Í víngarðinum 1966
Þrílækir 1972
Akureyri og norðrið fagra 1974
Sólin og ég 1975
Óður steinsins 1977
Punktar í mynd 1979
Litla músin Píla pína 1980
Fljúgandi myrkur 1981
Á varinhellunni1984
Dreifar af dagsláttu 1986
Fylgdarmaður húmsins 2007

Þýðingar

Vísnabók æskunnar 1970
Ævintýri í Mararþaraborg 1974
Þýddi ljóð í eftirtalin barnaleikrit:
Dýrin í Hálsaskógi
Kardimommubærinn
Síglaðir söngvarar
Galdrakarlinn í Oz
Tommi og fíllinn
Karamellukvörnin
Rauðhetta
Jólaævintýri Dickens