Frá afhendingu menningarviðurkenningar 2016

11 júl
11. júlí 2016

Listvinafélagið í Hveragerði hlaut menningarviðurkenningu Hveragerðisbæjar á 70 ára afmælisári bæjarins. Viðurkenningin var afhent af forseta Íslands hr. Ólafi Ragnari Grímssyni og Þórhalli Einarssyni, formanni nefndarinnar, á Blómum í bæ þann 25. júní síðastliðinn.

Í rökstuðningi kom fram að félagsmenn Listvinafélagsins hafa frá stofnun félagsins verið öflugir við að halda á lofti og kynna þá listamenn sem fyrstir bjuggu hér í bænum og einnig þá fjölmörgu sem síðar hafa bæst í þann stóra hóp.
Hin glæsilega sýning „Listamennirnir í Hveragerði – fyrstu árin“ var staðsett í Verslunarmiðstöðinni Sunnumörk frá því sumarið 2012 þar til vorið 2014. Félagið heldur úti einstaklega fróðlegri heimasíðu ásamt því að standa fyrir menningarviðburðum sem hafa verið vel sóttir. Nú vinna félagsmenn að uppsetningu útisýningar í Lystigarðinum Fossflöt sem ber yfirskriftina Listamannabærinn Hveragerði.

0 svör

Skildu eftir svar

Taktu þátt í umræðunni!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *