Menningarviðurkenning Hveragerðisbæjar

24 jún
24. júní 2016

Kæru félagsmenn!

Í gær barst  félaginu eftirfarandi tilkynning frá Aldísi Hafsteinsdóttur bæjarstjóra:

„Það er mér sérstök ánægja að tilkynna að Menningar-, íþrótta- og frístundanefnd hefur ákveðið að Listvinafélag Hveragerðis hljóti menningarviðurkenningu bæjarins nú á 70 ára afmælisári Hveragerðisbæjar.“
– – –    – – –
„Það er ánægjulegt að geta einnig tilkynnt félagsmönnum að menningarviðurkenningin verður afhent af forseta Íslands  hr. Ólafi Ragnari Grímssyni næstkomandi laugardag, 25. júní,  kl. 14.
Það væri gaman að sjá sem flesta félagsmenn viðstadda þann viðburð en undirrituð gerir ráð fyrir að formaður eða stjórnin í heild taki við viðurkenningunni úr hendi forseta.“

Bestu kveðjur
Aldís Hafsteinsdóttir

Við hvetjum félagsmenn til að taka þátt í hátíðarhöldum dagsins og vera viðstaddir í Lystigarðinum þegar viðurkenningin verður afhent.

Stjórn Listvinafélagsins í Hveragerði

0 svör

Skildu eftir svar

Taktu þátt í umræðunni!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *