Viðburðaríkur laugardagur 27. september
Kl. 12 á hádegi verður sýningin Prentsmiðjueintök – prentsmiðjusaga Íslands opnuð á Bókasafninu í Hveragerði
Uppistaða sýningarinnar eru bækur og blöð sem Svanur Jóhannesson hefur safnað um árabil frá flestum prentsmiðjum sem verið hafa starfandi á Íslandi, einn gripur frá hverri prentsmiðju. En auk þess höfum við fengið að láni ýmsar fornbækur til að fylla upp í söguna og ná enn fleiri prentsmiðjum með. Einnig verður lítil prentvél til sýnis og gripir sem tengjast prentun. Samhliða söfnuninni hefur Svanur tekið saman upplýsingar um prentsmiðjurnar, eigendur þeirra og um bækurnar og hefur nú gefið út á bók sem sýningargestir geta skoðað – og kannski keypt.
Við opnunina segir Svanur frá og boðið verður upp á súpu og brauð þar sem þetta er nú í hádeginu.
Bókasafnið í Hveragerði er á Facebook.
Kl. 14 verður stofnfundur Bókabæjanna austanfjalls á sal Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi
Bókabæirnir eru Árborg (Selfoss, Eyrarbakki, Stokkseyri), Hveragerði og Þorlákshöfn. Á stofnfundinum verður kynning á verkefninu, ávörp forseta Íslands Ólafs Ragnars Grímssonar, Richards Booth stofnanda fyrsta bókabæjarins í Hay-on-Wye, Sigurðar Inga Jóhannssonar ráðherra, Kristínar Helgu Gunnarsdóttur form. Rithöfundasambands Íslands, Guðmundar Brynjólfssonar rithöfundar og Aldísar Hafsteinsdóttur bæjarstjóra í Hveragerði. Einnig verða tónlistaratriði og ljóðalestur. Fundargestir geta skráð sig sem stofnaðila bókabæjanna.
Bókabæirnir austanfjalls eru á Facebook.
Kl. 16 opna svo tvær nýjar sýningar í Listasafni Árnesinga í Hveragerði
Listasafnið verður opið til kl. 18 svo hægt verður að ná að skoða sýningarnar þótt fundurinn á Selfossi dragist eitthvað.
Skildu eftir svar
Taktu þátt í umræðunni!