Boðað til aðalfundar laugardaginn 15. mars

13 mar
13. mars 2014

Listvinafélag Hveragerðis boðar til aðalfundar laugardaginn 15. mars 2014, kl. 11.00 í Listasafni Árnesinga.

Fundarefni:

1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. lögum félagsins.

Lagabreytingar: Tillögur voru sendar út með fundarboði.

a) Frá Hlíf S. Arndal.
b) Frá Svani Jóhannessyni.

Tillaga frá stjórn: Lagt er til að félagsgjald verði óbreytt kr. 2.000.

Á aðalfundi 2014 skal kjósa 2 aðalmenn og 1 varamann til tveggja ára. Þeir sem eiga að ganga úr stjórn að þessu sinni eru: Heiðdís Gunnarsdóttir og Eyþór H. Ólafsson í aðalstjórn og Hlíf S. Arndal í varastjórn.

2. Myndasýning frá listamönnunum í Hveragerði.

Listvinafélagið býður félagsmönnum upp á súpu í hádeginu.

Allir félagsmenn eru hvattir til að mæta.

F.h. stjórnar Listvinafélags Hveragerðis.
Guðrún A. Tryggvadóttir formaður.

0 svör

Skildu eftir svar

Taktu þátt í umræðunni!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *