Boð til aðalfundar

01 mar
1. mars 2013

Listvinafélag Hveragerðis boðar til aðalfundar laugardaginn 16. mars 2013, kl. 11.00 í Listasafni Árnesinga.

Fundarefni:

1. Venjuleg aðalfundarstörf

Á aðalfundi 2013 skal kjósa 2 aðalmenn og 1 varamann til tveggja ára.

Þeir sem eiga að ganga úr stjórn að þessu sinni eru: Svanur Jóhannesson og Inga Jónsdóttir í aðalstjórn og Sölvi Ragnarsson í varastjórn.

Tillögur um lagabreytingar berist til formanns, listvinir@listvinir.is eða skriflega að Breiðahvammi, 816 Ölfusi fyrir kl. 16:00 sunnudaginn 10. mars 2013.

Tillaga frá stjórn: Stjórn Listvinafélags Hveragerðis leggur til að árgjald félagsins verði 2000 kr.

2. Lyst og list: súpuhlé og listræn dagskrá 

Listvinafélagið býður félagsmönnum upp á súpu í hádeginu.

Tvær nýjar sýningar standa nú yfir í Listasafni Árnesinga:

  • Til sjávar og sveita – verk eftir Gunnlaug Scheving og
  • Slangur – verk eftir Söru Riel.

Inga Jónsdóttir safnstjóri segir frá sýningunum og býður gestum upp á leik.

Allir félagsmenn eru hvattir til að mæta.

Stjórnin

Lög Listvinafélags Hveragerðis

0 svör

Skildu eftir svar

Taktu þátt í umræðunni!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *