Listamenn í Hveragerði bjóða heim – Safnahelgi á Suðurlandi

21 okt
21. október 2014

Listvinafélagið í Hveragerði skorar á félaga sína að opna vinnustofur og aðrar stofur á Safnahelgi á Suðurlandi sem haldin verður dagana 30. okt. – 2. nóvember 2014. Hugmyndin er að listamenn úr öllum listgreinum bjóði í upplestra heima í stofu, opni vinnustofur sínar, bílskúra o.s.frv. fyrir gestum í ákveðin tíma föstudag, laugardag eða sunnudag.

Við munum síðan setja tilkynningu um hvar, hverjir og kl. hvað tekið er á móti gestum hjá hverjum og einum í frétt á heimasíðu okkar listvinir.is, á heimasíðu bæjarins og upplýsingarnar munu einnig liggja frammi í Listasafni Árnesinga og á Bókasafninu í Hveragerði.

Ennfremur verður sagt frá opnum húsum í Hveragerði í dagskrá safnahelgarinnar á sudurland.is

Vinsamlegast hafið samband við Guðrúnu Tryggvadóttir í síma 483 1500 eða 863 5490 eða á listvinir@listvinir.is.

Vinsamlegast bregðist við sem fyrst því áætlað er að dagskráin liggi fyrir í lok vikunnar.

Safnahelgin verður opnuð í Versölum í ráðhúsi Þorlákshafnar fimmtudaginn 30. október kl. 16-18.  Allir eru velkomnir á opnunarhátíðina og í boði verða spennandi erindi um safnastarf og samfélagið, léttar veitingar og tónlistarflutningur.  Í kjölfarið verða viðburðir um allt Suðurland fram til sunnudagsins 2. nóvember. Hægt verður að skoða dagskrána á www.sudurland.is eða fá upplýsingar í næsta safni eða setri.

0 svör

Skildu eftir svar

Taktu þátt í umræðunni!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *