Listvinafélagið í Hveragerði – Opnar vinnustofur

30 okt
30. október 2014
Safnahelgi á Suðurlandi verður opnuð í Versölum í ráðhúsi Þorlákshafnar fimmtudaginn 30. október kl. 16-18.  Allir eru velkomnir á opnunarhátíðina og í boði verða spennandi erindi um safnastarf og samfélagið, léttar veitingar og tónlistarflutningur. Í kjölfarið verða viðburðir um allt Suðurland fram til sunnudagsins 2. nóvember. Hægt er að skoða dagskrána á http://www.sudurland.is/vidburdir-sudurlandi eða fá upplýsingar í næsta safni eða setri.
Eftirtaldir félagar í Listvinafélagi Hveragerðis opna vinnustofur sínar um Safnahelgina:
Laugardaginn 1. nóvember á degi myndlistar kl. 14 – 17
Gréta Berg, myndlistarkona og hjúkrunarfræðingur.
„Lifandi vinnustofa“ að Kambahrauni 35 (v-megin við húsið)
Guðrún Tryggvadóttir, myndlistarmaður.
Vinnustofa í bílskúrnum að Breiðahvammi í Ölfusi (gult hús og gulur bílskúr)
Víðir Mýrmann, listmálari.
Vinnustofa, í Egilsstöðum, gamla barnaskólahúsinu, neðri hæð.
Laugardaginn 1. nóv. á degi myndlistar og sunnudaginn 2. nóv. kl. 13-16
Félagar í Myndlistarfélagi Árnesinga
vinnustofur í Egilsstöðum, gamla barnaskólahúsinu, efri hæð.
Sunnudaginn 2. nóv. kl. 14-17
Guðmundur Hinriksson, myndverk í Borgarhrauni 2, húsi og skúr
Listamannabærinn Hveragerði – sýningin Listvinafélagsins í Hveragerði um listamennina sem fyrstir byggðu Hveragerði eru til sýnis í afgreiðslu Sundlaugarinnar í
Laugaskarði og við matstofu Heilsustofnunar NLFÍ á opnunartímum stofnananna.
0 svör

Skildu eftir svar

Taktu þátt í umræðunni!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *