Dagskrá Listvinafélags Hveragerðis laugardaginn 10. nóvember

09 nóv
9. nóvember 2012

Dagskrá á vegum Listvinafélags Hveragerðis sem frestað var vegna veðurs síðasta laugardag verður haldin á laugardaginn kemur, 10. nóvember, í Listasafni Árnesinga.

Dagskráin hefst kl. 13:00 og stendur í um klukkustund.
1. Guðrún A. Tryggvdóttir formaður kynnir félagið og sýninguna Listamannabærinn Hveragerði – fyrstu árin.
2. Svanur Jóhannesson og Heiðdís Gunnarsdóttir opna nýjan vef félagsins.
3. Páll Svansson vefhönnuður kynnir vefinn og tímalínu með upplýsingum um listamenn í Hveragerði fyrr og nú.
4. Anna Margrét Stefánsdóttir les úr bók sinni Engillinn minn.
5. Magnús Þór Sigmundsson flytur nokkur af lögum sínum.

Fundarstjóri er Inga Jónsdóttir safnstjóri Listasafns Árnesinga.
Allir velkomnir.

Munir Kristjáns frá Djúpalæk

08 nóv
8. nóvember 2012

Nýlega barst Listvinafélagi Hveragerðis höfðingleg gjöf frá Kristjáni Kristjánssyni, syni Kristjáns frá Djúpalæk. Þetta eru 13 munir úr eigu föður hans, m.a. skrifborð, málverk af Kristjáni eftir Kristján Friðriksson, teikning eftir Ríkarð Jónsson myndskera, tóbaksdós úr silfri, teikning af Kristjáni eftir Höskuld Björnsson listmálara, óbirt afmælisljóð Kristjáns til Kristmanns Guðmundssonar rithöfundar fimmtugs og óbirt bréf Kristjáns til sonar síns frá 1988 „Austan fjalls í 11 ár“, útskorinn spónn eftir Ríkarð Jónsson og útskorin askja til Unnar konu Kristjáns eftir Guðmund Böðvarsson, skáld á Kirkjubóli.

Munirnir hafa verið afhentir Byggðasafni Árnesinga til varðveislu og verða þeir skráðir í gagnagrunninn Sarp og gefendur þar tilgreindir Listvinafélag Hveragerðis og Kristján Kristjánsson. Von Kristjáns er sú að Listvinafélaginu auðnist að koma á fót Skáldasafni í Hveragerði í framtíðinni, en þangað til verða gripirnir varðveittir í byggðasafninu.

Dagskrá Listvinafélagsins frestað vegna veðurs

02 nóv
2. nóvember 2012

Dagskrá á vegum Listvinafélags Hveragerðis sem hefjast átti kl. 13.00 á morgun, laugardag 3. nóvember, í Listasafni Árnesinga, hefur verið frestað um viku vegna óveðursins sem gengur nú yfir landið. Dagskráin verður haldin á sama tíma að viku liðinni, laugardaginn 10. nóvember næstkomandi.

Opin hús verða haldin þrátt fyrir slæma spá
Tímasetning á Opnum húsum listamanna í Hveragerði sem átti að halda 3. og 4. nóvember mun halda sér fyrir utan opið hús hjá Björgu Einarsdóttur sem færist yfir á sunnudag, 4. nóvember, frá kl. 14.00–17.00.

Við bjóðum þér og þínum!

27 okt
27. október 2012

Listvinafélag Hveragerðis býður þér og þínum á:
Dagskrá með kynningu og formlegri opnun vefsins LISTVINIR.IS í listasafni Árnesinga laugardaginn 3. nóv. kl. 13.00–14.00.

Sýninguna Listamannabærinn Hveragerði í Verslunarmiðstöðinni Sunnumörk.
Opið hús listamanna í bænum 3.–4 nóv.
Sjá nánar í dagskrá Safnahelgar á Suðurlandi.

Listvinafélag Hveragerðis tekur þátt í Safnadögum á Suðurlandi með myndarlegum hætti á fyrsta starfsári sínu.

Laugardaginn 3. nóvember – Kynningardagskrá í Listasafni Árnesinga

Dagskráin hefst kl. 13:00 og stendur í klukkustund.

1. Guðrún A. Tryggvdóttir formaður kynnir félagið og sýninguna Listamannabærinn Hveragerði – fyrstu árin.
2. Svanur Jóhannesson og Heiðdís Gunnarsdóttir opna nýjan vef félagsins.
3. Páll Svansson vefhönnuður kynnir vefinn og tímalínu með upplýsingum um listamenn í Hveragerði fyrr og nú.
4. Anna Margrét Stefánsdóttir les úr bók sinni Engillinn minn.
5. Magnús Þór Sigmundsson flytur nokkur af lögum sínum.
Fundarstjóri er Inga Jónsdóttir safnstjóri Listasafns Árnesinga.

Boðið á sýninguna Listamannabærinn Hveragerði – fyrstu árin, fyrir framan Bókasafnið í Hveragerði, í Verslunarmiðstöðinni Sunnumörk.

Opin hús listamanna í Hveragerði
3. nóv. 14:00-17:00. Lækjarbrún 18, Hveragerði: Björg Einarsdóttir les úr eigin verkum frá ýmsum tímum.
3. og 4. nóv. 13:00-17:00. Bjarkarheiði 12 Hveragerði: Jóhann Gunnarsson býður fólki að koma og fylgjast með smíða íhluti í lítið pípuorgel sem hann hefur unnið að um nokkurt skeið.
3. og 4. nóv. 13:00-17:00. Kambahraun 35, Hveragerði: Gréta Berg Th. Bergsveinsdóttir býður fólki að koma og skoða steina og olíumálverk koma og skoða steina og olíumálverk sem hún vinnur út frá myndformum steinanna.
3. og 4. nóv. 13:00-16:00. Þorkelsgerði í Selvogi (ath. utan Hveragerðis). Sigurbjörg Eyjólfsdóttir verður með opið hús í galleríi sínu þar sem hún sýnir hvernig hægt er að mála á allt.
4. nóv. 13:00-17:00. Bjarkarheiði 19, Hveragerði: Anna Jórunn Stefánsdóttir fæst við óvenjulega handavinnu sem hún mun sýna gestum. Hún orkerar, fílerar, gimbar og kniplar auk þess að hekla bæði keðjuhekl og rússneskt hekl.

Listamenn í Hveragerði bjóða heim

10 okt
10. október 2012

Til félaga í Listvinafélagi Hveragerðis
Listvinafélag Hveragerðis skorar á félaga sína að opna vinnustofur og aðrar stofur á Safnahelgi á Suðurlandi sem haldin verður dagana 3. – 4. nóvember 2012. Hugmyndin er að listamenn úr öllum listgreinum bjóði í upplestra heim í stofu, í heimsókn á vinnustofur eða bílskúra o.s.fr. Stefnt er á að halda fund með áhugasömum félögum um hvernig við myndum útfæra okkar heimboð á Safnahelgi þannig að sameiginlegur þráður fyndist og heimboðin fengju pláss og athygli í dagskrá Safnahelgar á Suðurlandi og víðar. Við stefnum að því að vera búin að ákveða fyrirkomulagið 10. okt.