Opnar vinnustofur á Degi myndlistar
Dagur myndlistar verður haldinn hátíðlegur um allt land laugardaginn 31. október en það er árlegur viðburður sem Samband íslenskra myndlistarmanna stendur fyrir. Dagurinn er hugsaður sem vitundarátak með það að markmiði að auka þekkingu landsmanna á starfi íslenskra myndlistarmanna.
Eins og undanfarin ár opna nokkrir félagar í Listvinafélaginu í Hveragerði vinnustofur sínar á Degi myndlistar. Þeir eru:
Norma Elísabet Samúelsdóttir, Heiðarbrún 72. Opið er hjá Normu á milli kl. 14 og 17.
Yfirskrift opinnar vinnustofu hjá Grétu Berg er „Listin og hugleiðslan“ en Gréta er með vinnustofu að Kambahrauni 35 og er opið frá kl. 14 til kl. 20.
Víðir Mýrmann er með vinnustofu í gamla barnaskólanum í Hveragerði og tekur á móti áhugasömum á mili kl. 13 og 18. Vinnustofa Víðis er á jarðhæð, gengið inn ganginn til vinstri.
Andrína, Guðrún Jónsdóttir er með vinnustofu sína að Laufskógum 3 og tekur á móti gestum frá kl. 10 til 14.
Stúdíó Spói við Breiðumörk verður opið milli 13 og 17 en þar hafa þær Oddný Runólfsdóttir, Sigríður Ása Ásgeirsdóttir og Andrína Guðrún Jónsdóttir vinnustofur sínar auk þess að reka þar gallerí.
Þessa helgi opnar í Listasafni Árnesinga sýning okkar á nýrri og eldri sýningum um Listamannabæinn Hveragerði og því tilvalið að kíkja þar við eftir vinnustofuheimsóknirnar
Mynd: „Gulur“ eftir Víði Mýrmann.
Skildu eftir svar
Taktu þátt í umræðunni!