Munir Kristjáns frá Djúpalæk
Nýlega barst Listvinafélagi Hveragerðis höfðingleg gjöf frá Kristjáni Kristjánssyni, syni Kristjáns frá Djúpalæk. Þetta eru 13 munir úr eigu föður hans, m.a. skrifborð, málverk af Kristjáni eftir Kristján Friðriksson, teikning eftir Ríkarð Jónsson myndskera, tóbaksdós úr silfri, teikning af Kristjáni eftir Höskuld Björnsson listmálara, óbirt afmælisljóð Kristjáns til Kristmanns Guðmundssonar rithöfundar fimmtugs og óbirt bréf Kristjáns til sonar síns frá 1988 „Austan fjalls í 11 ár“, útskorinn spónn eftir Ríkarð Jónsson og útskorin askja til Unnar konu Kristjáns eftir Guðmund Böðvarsson, skáld á Kirkjubóli.
Munirnir hafa verið afhentir Byggðasafni Árnesinga til varðveislu og verða þeir skráðir í gagnagrunninn Sarp og gefendur þar tilgreindir Listvinafélag Hveragerðis og Kristján Kristjánsson. Von Kristjáns er sú að Listvinafélaginu auðnist að koma á fót Skáldasafni í Hveragerði í framtíðinni, en þangað til verða gripirnir varðveittir í byggðasafninu.
Skildu eftir svar
Taktu þátt í umræðunni!