Menningarlandið 2013

21 apr
21. apríl 2013

Listvinafélagi Hveragerðis var boðið að koma með sýninguna „Listamannabæinn Hveragerði – fyrstu árin“ á ráðstefnuna Menningarlandið 2013 – framkvæmd og framtíð menningarsamninga, sem haldin var á Kirkjubæjarklaustri dagana 11. – 12. apríl. Sýningin var sett upp í Skaftárstofu, þar sem ráðstefnan fór fram og hélt Guðrún Tryggvadóttir formaður félagsins erindi um sýninguna fyrir ráðstefnugesti. Var góður rómur gerður bæði að sýningunni sjálfri og vefnum Listvinir.is.
Reynslan af þessari fyrstu „útrás“ sýningarinnar,  sem hönnuð var sérstaklega til að geta farið í ferðalög um landið, gefur tilefni til að huga að fleiri ferðalögum og til að kynna söguna um listamennina í Hveragerði í öðrum landshlutum en þangað til mun sýningin vera áfram í verslunarmiðstöðinni Sunnumörk.

Myndir frá ferðinni má skoða hér.

0 svör

Skildu eftir svar

Taktu þátt í umræðunni!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *