Dagskrá Listvinafélags Hveragerðis laugardaginn 10. nóvember
Dagskrá á vegum Listvinafélags Hveragerðis sem frestað var vegna veðurs síðasta laugardag verður haldin á laugardaginn kemur, 10. nóvember, í Listasafni Árnesinga.
Dagskráin hefst kl. 13:00 og stendur í um klukkustund.
1. Guðrún A. Tryggvdóttir formaður kynnir félagið og sýninguna Listamannabærinn Hveragerði – fyrstu árin.
2. Svanur Jóhannesson og Heiðdís Gunnarsdóttir opna nýjan vef félagsins.
3. Páll Svansson vefhönnuður kynnir vefinn og tímalínu með upplýsingum um listamenn í Hveragerði fyrr og nú.
4. Anna Margrét Stefánsdóttir les úr bók sinni Engillinn minn.
5. Magnús Þór Sigmundsson flytur nokkur af lögum sínum.
Fundarstjóri er Inga Jónsdóttir safnstjóri Listasafns Árnesinga.
Allir velkomnir.
Skildu eftir svar
Taktu þátt í umræðunni!