Séra Helgi Sveinsson
Séra Helgi Sveinsson fæddist 25. júlí 1908 að Hvítsstöðum í Mýrasýslu.
Lauk stúdentsprófi 1930, kennaraprófi 1934 og guðfræðiprófi 1936. Barnakennari 1934–37. Prestur að Hálsi í Fnjóskadal 1936–40 og í Arnarbælisprestakalli frá 1940 til æviloka. Bjó í Hveragerði frá 1942. Kennari þar frá 1943 við unglingaskóla, Garðyrkjuskólann að Reykjum og Hlíðardalsskóla. Í sýslunefnd frá 1946.
Helgi var hugsjónamaður og var frelsi, jafnrétti og bræðralag honum hugleikið. Hann var hrókur alls fagnaðar á vinafundum og átti létt með að yrkja. Helgi var orðlagður fyrir góðar ræður og orti frábær ljóð, en þekktastur er hann þó fyrir tækifærisvísur sem margar urðu landskunnar.
Ungar varir okkar mættust,
óskir beggja saman runnu.
Brosin þögul eiða unnu.
Eldarnir á himnum brunnu.
Heitt og viðkvæmt hrærast sá ég
hjarta þitt í leyndu tári.
Bernsku þinnar sólskinssumur
sváfu í þínu gullna hári.
Konungarnir heiðu, háu, –
heitir dagar lífs og máttar, –
komu í skýjum austuráttar
eftir drauma vökunáttar.
Svanir okkar urðu fleygir:
orðin, sem á vörum lágu. –
Jörðin sigldi um sumarnætur
svefnlaus yfir djúpin bláu.
Raddir um nótt 1944
Ljósið kemur að ofan 1952
Engilsvík 1952
Helgi Sveinsson – Presturinn og skáldið 1969
Sálmabókin 1972
Fjallkonur í fimmtíu ár 1994
Borgfirzk ljóð
Nýjar hugvekjur
Eining
Gangleri
Hlín
Kirkjublað
Kirkjublaðið
Kirkjuritið
Lesbók Morgunblaðsins
Perlur
Skinfaxi
Stúdentablaðið
Víðförli