Gunnar Benediktsson
Gunnar Benediktsson fæddist 9. október 1892 að Viðborði í Austur-Skaftafellssýslu.
Prestur í Grundarþingum 1920–31. Flutti erindi og fyrirlestra víða um land á árunum 1932–42 og vann verkamannavinnu af ýmsu tagi. Baráttumaður sósíalisma og þjóðfrelsis á Íslandi.
Ritstjóri: Nýi tíminn 1932–34, Nýja dagblaðið 1941, Réttur 1942, Nýi tíminn 1943–46. Sat á Alþingi sem varamaður nokkra hríð 1945. Var í stjórnskipuðum milliþinganefndum um póstmál og um nýjan veg yfir Hellisheiði. Kenndi í Unglingaskóla Eyrarbakka 1935–41 og við Miðskólann í Hveragerði 1946–67, skólastjóri 1956–58. Kenndi við Kvennaskólann í Hveragerði og Garðyrkjuskólann að Reykjum.
Hér er kominn hreppur nýr,
hann er sagður kostarýr,
þegar lífs við brjótum brýr,
bæði segi og skrifa.
Í öllum hreppnum engin mold,
í að greftra látið hold.
Við neyðumst til að nuddast við að lifa.
En svo er aftur önnur sveit,
einstaklega kostafeit,
enga frjórri augað leit,
um að tala og skrifa.
Þar er þessi þykka mold,
þar má greftra látið hold,
þar eru menn sem þurfa ekki að lifa.
Sögur úr Keldudal 1914
Vakna þú 1924
Niður hjarnið 1925
Við þjóðveginn 1926
Var Jesús sonur Jósefs? 1927
Anna Sighvatsdóttir 1930
Ævisaga Jesú frá Nazaret 1930
Njálsgata 1 og Kirkjustræti 16 1932
Baráttan um barnssálina 1932
Bæjarstjórnin og Biblían 1933
Sýn mér trú þína af verkunum 1936
Frá hugsjónum til hermdarverka 1937
Skilningstré góðs og ills 1939
Sóknin mikla, um Finnagaldur 1940
Það brýtur á boðum 1941
Stéttir og stefnur 1942
Frá draumum til dáða 1943
Að elska og lifa 1943
Hinn gamli Adam í oss 1944
Bóndinn í Kreml 1945
Um daginn og veginn 1949
Saga þín er saga vor 1952
Ísland hefur jarl 1954
Snorri skáld í Reykholti 1957
Sagnameistarinn Sturla 1961
Skriftamál uppgjafaprests 1962
Skyggnzt umhverfis Snorra 1967
Stungið niður stílvopni 1973
Stiklað á stóru 1976
Rýnt í fornar rúnir 1976
Í flaumi lífsins fljóta 1977
Að leikslokum 1978
Oddur frá Rósuhúsi 1982
Snæbjörn galti, útvarpsleikrit
Húsfreyjan í Hruna, óútgefið
Hermynia zur Muhlen – Einu sinni var…
ævintýri 1932
Ivar Lo-Johansson – Gatan 1944
Marika Stiernstedt – Pólsk bylting 1946
Wanda Wassilewska – Í alveldi ástar 1947