Boð til aðalfundar

06 mar
6. mars 2016

Kæri félagi í Listvinafélaginu í Hveragerði.

Aðalfundur félagsins verður haldinn þriðjudaginn 22. mars 2016, kl. 18.00 í Listasafni Árnesinga, Austurmörk 21 í Hveragerði.
Boðið verður upp á súpu og brauð.

Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf skv. samþykktum félagsins.

Tillögur um lagabreytingar hafa ekki borist til formanns enn sem komið er, en ef þær koma fram verða þær kynntar félagsmönnum hálfum mánuði fyrir aðalfund eins og lög gera ráð fyrir, eða þ. 8. mars n.k.

Vegna anna mun ég Guðrún Tryggvadóttir hætta sem formaður félagsins þó að ég hafi verið endurkjörin til þriggja ára í fyrra. Ég gef þó kost á mér áframhaldandi stjórnarsetu. Kjósa þarf því nýjan formann að þessu sinni. Þau Heiðdís Gunnarsdóttir og Eyþór H. Ólafsson gefa ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu og því þarf að kjósa nýja stjórnarmenn í þeirra stað. Svanur Jóhannesson, Inga Jónsdóttir og Hlíf S. Arndal voru kjörin til tveggja ára í fyrra og gefa öll kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. Þá verður kjörinn einn varamaður til eins árs.

Vakin er athygli á því að allir félagar geta gefið kost á sér til formanns eða stjórnarmanns. Vinsamlegast sendið tilkynningu um framboð til undirritaðrar fyrir 8. mars nk.

Tillaga er frá stjórn um að félagsgjald verði kr. 2.500.

Allir félagsmenn eru hvattir til að mæta.

F.h. stjórnar Listvinafélagsins í Hveragerði
Guðrún Tryggvadóttir
formaður.

Úr lögum félagsins:
5.gr.
Stjórn félagsins skal skipuð 5 félagsmönnum, þ.e.: formanni, varaformanni, ritara, gjaldkera, meðstjórnanda og að auki tveim varamönnum. Formaður skal kosinn sérstaklega til þriggja ára. Aðra stjórnarmenn og einn varamann skal kjósa til tveggja ára (í fyrsta skipti skal kjósa 2 stjórnarmenn og einn varamann til eins árs.) Kosið skal um tvo stjórnarmenn og einn varamann árlega. Stjórnin skiptir sjálf með sér verkum. Heimilt er að endurkjósa fráfarandi stjórnarmenn, gefi þeir kost á sér.

0 svör

Skildu eftir svar

Taktu þátt í umræðunni!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *