Mýrmann með sýningu í Gallerí Fold

17 maí
17. maí 2016

Nú stendur yfir sýning Hvergerðingsins og listamannsins Mýrmanns sem ber heitið Constructive/Uppbyggilegt í Gallerí Fold á Rauðarárstíg. Mýrmann heitir réttu nafni Víðir Ingólfur Þrastarson og er þetta 17. einkasýning hans en hann hefur einnig tekið þátt í fjölmörgum samsýningum. Mýrmann hefur lagt stund á myndlist frá unga aldri. Hann á einnig hönnunarnám að baki en lærði svo hjá listmálaranum Odd Nerdrum í Noregi árið 2011.
Á sýningunni eru 11 stór og kraftmikil olíuverk og Mýrmann segir að hann líti svo á að þetta séu allt landslagsverk. Þau birta þó tvo ólíka heima sem mynda andstæður. Annars vegar eru það kröftugar myndir af ósnortinni náttúru Íslands og svo myndir af borgarlandslagi.
Sýningin stendur til 30. maí.

0 svör

Skildu eftir svar

Taktu þátt í umræðunni!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *