Mýrmann með sýningu í Gallerí Fold

17 May
Tuesday May 17th, 2016

Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.

Nú stendur yfir sýning Hvergerðingsins og listamannsins Mýrmanns sem ber heitið Constructive/Uppbyggilegt í Gallerí Fold á Rauðarárstíg. Mýrmann heitir réttu nafni Víðir Ingólfur Þrastarson og er þetta 17. einkasýning hans en hann hefur einnig tekið þátt í fjölmörgum samsýningum. Mýrmann hefur lagt stund á myndlist frá unga aldri. Hann á einnig hönnunarnám að baki en lærði svo hjá listmálaranum Odd Nerdrum í Noregi árið 2011.
Á sýningunni eru 11 stór og kraftmikil olíuverk og Mýrmann segir að hann líti svo á að þetta séu allt landslagsverk. Þau birta þó tvo ólíka heima sem mynda andstæður. Annars vegar eru það kröftugar myndir af ósnortinni náttúru Íslands og svo myndir af borgarlandslagi.
Sýningin stendur til 30. maí.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *