Ný sýning í Lystigarðinum opnar föstudaginn 12. ágúst
Listamannabærinn Hveragerði – opnar í Lystigarðinum föstudaginn 12. ágúst kl. 16.00.
Listvinafélagið í Hveragerði hefur staðið fyrir endurnýjuðum kunningsskap við listamennina sem byggðu listanýlenduna í Hveragerði allt frá fimmta áratug síðustu aldar.
Nú er þriðja sýning Listvinafélagsins að líta dagsins ljós, en næstkomandi föstudag verður ný sýning félagsins afhjúpuð á níu glerveggjum í Lystigarðinum við Fossflöt í Hveragerði.
Þar eru listamennirnir Kristján frá Djúpalæk, Jóhannes úr Kötlum, Kristmann Guðmundsson, Valdís Halldórsdóttir, Gunnar Benediktsson, sr. Helgi Sveinsson, Höskuldur Björnsson, Kristinn Pétursson og Ingunn Bjarnadóttir í forgrunni auk þess sem ítarefni s.s. hljóðskrár og myndefni eru gerð aðgengileg á appi sem fylgir sýningunni.
Guðrún Tryggvadóttir hannaði sýninguna og félagar í Listvinafélaginu í Hveragerði unnu efnið en auk þeirra hefur fjöldi manns komið að gerð sýningarinnar.
Einar Bergmundur þróaði appið og textagerð var á höndum Illuga Jökulssonar og stjórnar Listvinafélagsins í Hveragerði. Félagar í Listvinafélaginu í Hveragerði eru boðnir sérstaklega velkomnir á afhjúpunina á föstudaginn kl. 16.00.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!