Listamenn í Hveragerði bjóða til opinnar vinnustofu

19 Oct
Monday October 19th, 2015

Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.

Kæri félagsmaður í Listvinafélaginu í Hveragerði.

Dagur myndlistar verður haldinn hátíðlegur um allt land þann 31. október 2015 en það er árlegur viðburður á vegum Sambands íslenskra myndlistarmanna*.

Eins og undanfarin ár hvetur Listvinafélagið í Hveragerði félaga sína til að taka þátt í Degi myndlistar og bjóða heim í opna vinnustofu. Ekkert er því til fyrirstöðu að aðrir listamenn en myndlistarmenn bjóði heim. Við fögnum fjölbreytileikanum enda tekur Listvinafélagið í Hveragerði til allra greina lista.

Við munum síðan setja tilkynningu um hvar, hverjir og klukkan hvað tekið er á móti gestum hjá hverjum og einum í frétt á heimasíðu okkar listvinir.is og á heimasíðu bæjarins auk þess sem send verður út fréttatilkynning á bæjarblöðin.

Þess má geta að Safnahelgi á Suðurlandi er þessa sömu helgi og Listvinafélagið mun opna sýningu um Listamannabæinn Hveragerði í Listasafni Árnesinga á föstudeginum 30. október kl. 17:00.

Hafi einhver ykkar áhuga á að koma fram, flytja ljóð, tónlist eða segja frá listamönnunum í Hveragerði með einhverjum hætti væri það frábært innlegg. Látið okkur vita af því fyrr en seinna.

Vinsamlegast hafið samband við Guðrúnu Tryggvadóttur formann félagsins í síma 863 5490 eða sendið henni línu á listvinir@listvinir.is fyrir þ. 23. október nk. bæði varðandi þátttöku í opnum vinnustofum og eins ef þið viljið taka þátt með atriði á opnun sýningarinnar í Listasafni Árnesinga, þ. 30. október nk.

Með listvinakveðju,

Guðrún Tryggvadóttir, formaður Listvinafélagsins í Hveragerði

 

*Félagar í SÍM (Sambandi íslenskra myndlistarmanna) geta einnig skráð opna vinnustofu á Degi myndlistar á vefnum http://dagurmyndlistar.is/)

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *