Listamenn í Hveragerði

Veljið flokk t.d. Listgrein og skrifið síðan nafn listgreinar í auða reitinn. t.d. Myndlist.
Þá birtast allir myndlistarmenn sem skráðir eru inn í grunninn.
Listgreinar eru: Myndlist, hönnun, bókmenntir, kvikmyndagerð, tónlist, leiklist og dans.

Search:
NafnListgreinUpplýsingarMynd
Anna Jórunn Stefánsdóttir Hönnun, Tónlist Anna Jórunn Stefánsdóttir, f. 1942, stundaði tónlistarnám frá 10 ára aldri við Barnamúsíkskólann og Tónlistarskólann í Reykjavík (píanó, selló, söngur). Útskrifaðist sem tónmenntakennari 1973. Hefur samið lög og söngtexta, aðallega fyrir Leikfélag Hveragerðis. Anna Jórunn hefur mikið stundað ýmiskonar handavinnu gegnum árin, m.a. gimbað, orkerað, fílerað og kniplað. Eigin hönnun aðallega í töskum og skartgripum.
Víðir Mýrmann Myndlist, Tónlist F. 1973 Víðir Mýrmann (skírður Víðir Ingólfur Þrastarson) er fæddur 1973 í Reykjavík. Fluttist til Hveragerðis 2004 og býr þar. Nam í Myndlistaskóla Reykjavíkur, Myndlistaskólanum Rými undir handleiðslu Guðrúnar A. Tryggvadóttur og Iðnskólanum í Reykjavík og seinna undir handleiðslu meistara Odd Nerdrum. Mýrmann málar með olíulitum á striga, þar sem rómantískt landslag er oft þungamiðjan. Hann fékk snemma áhuga á málverkinu og tók ungur ákvörðun um að verða listmálari. Mýrmann hefur haldið margar einkasýningar og tekið þátt í hinum ýmsu samsýningum. www.myrmann.com
© Höfundarréttur 2011–2013 Listvinafélagið í Hveragerði