Safnahelgi á Suðurlandi og sýning Listvina í Listasafni Árnesinga

26 Oct
Monday October 26th, 2015

Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.

Fjölbreytt dagskrá í Listasafni Árnesinga Safnahelgina 30. okt.-1. nóv.

Mörk er heiti nýrrar sýningar sem nýbúið er að opna í Listasafni Árnesinga þar sem sjá má verk eftir Eygló Harðardóttur, Jónu Hlíf Halldórsdóttur, Karlottu Blöndal og Ólöfu Helgu Helgadóttur.  Verk þeirra eru margbreytileg en eiga það sameiginlegt að vera að mestu unnin úr pappír og þær fást við mörk miðilsins.

Listamannabærinn Hveragerði er sýning sem hönnuð er af Guðrúnu Tryggvadóttur myndlistarmanni  og formanni Listvinafélagsins í Hveragerði (www.listvinir.is). Föstudaginn 30. október kl. 17 verður sýningin sameinuð á ný almenningi til sýnis í Listasafni Árnesinga um leið og fyrirhuguð útisýning félagsins er kynnt og boðið upp á léttar veitingar. Sýningin var fyrst sett upp í Verslunarmiðstöðinni Sunnumörk sumarið 2012 og kynnir fyrstu ár þéttbýlismyndunar í Hveragerði og sex rithöfunda sem settust að í Hveragerði á þeim tíma. Á útisýningunni munu fleiri listamenn bætast við.

Á degi myndlistar, laugardaginn 31. október kl. 15 verða listamennirnir Jóna Hlíf Halldórsdóttir og Ólöf Helga Helgadóttir, tveir af fjórum höfundum listaverkanna á sýningunni Mörk með listamannaspjall um verkin á sýningunni. Jóna Hlíf er einnig formaður Sambands ísluenskra myndlistarmanna, SÍM, sem lagði upp með dag myndlistar (dagurmyndlistar.is). Í safninu verður einnig listi yfir opnar vinnustofur í bænum þennan dag og upplýsingar um dagskrá Bókasafnsins.

Sunnudag safnahelgarinninnar kl. 15-16 býður Listasafnið upp á notalega eftirmiðdagsstund í safninu við gítartóna Harðar Friðþjófssonar sem leikur af fingrum fram velþekkta íslenska og erlenda tónlist. Á meðan geta einstaklingar, fjölskyldan eða vinir notið sýninganna, lesið eða gluggað í gnótt listaverkabóka, skapað með pappír, litum og lími í listasmiðjurýminu eða gætt sér á úrvali gómsætra veitinga.

Listasafn Árnesinga er opið fimmtudaga til sunnudaga kl. 12-18 og aðgangur er ókeypis og allir velkomnir að eiga það góðar stundir.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *