Opnar vinnustofur á Degi myndlistar

26 Oct
Monday October 26th, 2015

Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.

Dagur myndlistar verður haldinn hátíðlegur um allt land laugardaginn 31. október en það er árlegur viðburður sem Samband íslenskra myndlistarmanna stendur fyrir. Dagurinn er hugsaður sem vitundarátak með það að markmiði að auka þekkingu landsmanna á starfi íslenskra myndlistarmanna.
Eins og undanfarin ár opna nokkrir félagar í Listvinafélaginu í Hveragerði vinnustofur sínar á Degi myndlistar. Þeir eru:

Norma Elísabet Samúelsdóttir, Heiðarbrún 72. Opið er hjá Normu á milli kl. 14 og 17.

Yfirskrift opinnar vinnustofu hjá Grétu Berg er „Listin og hugleiðslan“ en Gréta er með vinnustofu að Kambahrauni 35 og er opið frá kl. 14 til kl. 20.

Víðir Mýrmann er með vinnustofu í gamla barnaskólanum í Hveragerði og tekur á móti áhugasömum á mili kl. 13 og 18. Vinnustofa Víðis er á jarðhæð, gengið inn ganginn til vinstri.

Andrína, Guðrún Jónsdóttir er með vinnustofu sína að Laufskógum 3 og tekur á móti gestum frá kl. 10 til 14.

Stúdíó Spói við Breiðumörk verður opið milli 13 og 17 en þar hafa þær Oddný Runólfsdóttir, Sigríður Ása Ásgeirsdóttir og Andrína Guðrún Jónsdóttir vinnustofur sínar auk þess að reka þar gallerí.

Þessa helgi opnar í Listasafni Árnesinga sýning okkar á nýrri og eldri sýningum um Listamannabæinn Hveragerði og því tilvalið að kíkja þar við eftir vinnustofuheimsóknirnar

Mynd: „Gulur“ eftir Víði Mýrmann.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *