Sæunn Freydís Grímsdóttir |
Myndlist |
Sæunn er fædd 1948 á Blönduósi en ólst upp í Vatnsdalnum fram undir tvítugt. Flutti til Reykjavíkur með eiginmanni og ungri dótttur 1967. Félagi í Myndlistarfélagi Árnessýslu. Mála olíu- og vatnslitamyndir og fæst örlítið við ljóðagerð. Hlusta á upplestur og les með félögum í Bókmenntahópi eldri borga í Hveragerði og syng í kór þeirra, Hverafuglum. Nýt þess að planta trjám, sjá þau vaxa frá fræi og stækka upp með hverju ári sem líður.
|
saeunnfg@gmail.com |
|
Þórhallur Hróðmarsson |
Tónlist |
Þórhallur hefur gert rúmlega 100 laglínur við eigin ljóð og annarra. Afraksturinn má finna á vef hans, sem ber titilinn "Tónar og ljóð". |
thorhrod@simnet.is |
|
Guðrún Arndís Tryggvadóttir |
Myndlist |
F. 1958. 1974-78 Myndlista- og handíðaskóli Íslands. 1978-79 École Nationale Supérieure des Beaux-Arts í París. 1979-83 Akademie der Bildenden Künste í München þar sem hún fékk æðstu viðurkenningu skólans „Debütanten Förderpreis“ við útskrift. Guðrún bjó, nam og starfaði erlendis samtals um 18 ára skeið og sýndi í virtum galleríum og söfnum hér á landi og bæði austanhafs og vestan. Guðrún rak Myndlistarskólann Rými í Reykjavík á árunum 1992-93, listræna auglýsingastofu og gallerí Kunst & Werbung í Þýskalandi í 6 ár og ART-AD auglýsinga- og hönnunarstofu hér á landi frá heimkomu árið 2000. Árið 2006 stofnaði Guðrún vefinn Náttúran.is og fræðir um umhverfið og náttúruna í gegnum myndir og orð. Guðrún er formaður Listvinafélags Hveragerðis. Sjá ferilskrá á natturan.is/greinar/1132/ |
gunna@nature.is |
|
Anna Jórunn Stefánsdóttir |
Hönnun, Tónlist |
Anna Jórunn Stefánsdóttir, f. 1942, stundaði tónlistarnám frá 10 ára aldri við Barnamúsíkskólann og Tónlistarskólann í Reykjavík (píanó, selló, söngur). Útskrifaðist sem tónmenntakennari 1973.
Hefur samið lög og söngtexta, aðallega fyrir Leikfélag Hveragerðis.
Anna Jórunn hefur mikið stundað ýmiskonar handavinnu gegnum árin, m.a. gimbað, orkerað, fílerað og kniplað. Eigin hönnun aðallega í töskum og skartgripum. |
annjor@ismennt.is |
|
Víðir Mýrmann |
Myndlist, Tónlist |
F. 1973 Víðir Mýrmann (skírður Víðir Ingólfur Þrastarson) er fæddur 1973 í Reykjavík. Fluttist til Hveragerðis 2004 og býr þar. Nam í Myndlistaskóla Reykjavíkur, Myndlistaskólanum Rými undir handleiðslu Guðrúnar A. Tryggvadóttur og Iðnskólanum í Reykjavík og seinna undir handleiðslu meistara Odd Nerdrum. Mýrmann málar með olíulitum á striga, þar sem rómantískt landslag er oft þungamiðjan. Hann fékk snemma áhuga á málverkinu og tók ungur ákvörðun um að verða listmálari. Mýrmann hefur haldið margar einkasýningar og tekið þátt í hinum ýmsu samsýningum. www.myrmann.com
|
myrmann.art@gmail.com |
|