Listamannabærinn Hveragerði á Heilsustofnun NLFÍ
Sýning Listvinafélagsins í Hveragerði „Listamannabærinn Hveragerði“ hefur verið sett upp í miðrými Heilsustofnunar NLFÍ í Hveragerði. Sýningin var fyrst sett upp í Verslunarmiðstöðinni Sunnumörk sumarið 2012 og kynnir fyrstu ár þéttbýlismyndunar í Hveragerði og sex rithöfunda sem settust að í Hveragerði á þeim tíma. Þeir voru: Kristján frá Djúpalæk, Jóhannes úr Kötlum, Kristmann Guðmundsson, Valdís Halldórsdóttir, Gunnar Benediktsson og séra Helgi Sveinsson.
Á nýrri sýningu sem sett verður upp í Lystigarðinum í Hveragerði í ágúst á þessu ári eru fleiri listamenn teknir fyrir þ.e. tónsmiðurinn Ingunn Bjarnadóttir og myndlistarmennirnir Kristinn Pétursson og Höskuldur Björnsson. Auk þess sem lifandi gallerí mun fjalla um eldri og yngri listamenn allra listgreina en sá hluti verður settur upp sumarið 2017. Guðrún Tryggvadóttir er hönnuður sýninganna beggja.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!