Af hverju þarf ég að lesa?

09 Nov
Monday November 9th, 2015

Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.

Málþing Bókabæjanna austanfjalls:

Af hverju þarf ég að lesa?
Haldið fimmtudaginn 12. nóvember 2015 kl. 17:30 í Ráðhúsi Ölfuss, Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn.

Dagskrá
17:30 – Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra setur málþingið.
17:40 – Gylfi Jón Gylfason.
18:00 – Margrét Tryggvadóttir: Skipta barnabækur máli?
18:20 – Gerður Kristný: „Bækur breyta heiminum“.
18:40 – Hlé
19:10 – Lára Aðalsteinsdóttir verkefnisstjóri Reykjavíkur Bókmenntaborgar UNESCO: „Komdu með á hugarflug“.
19:30 – Andri Snær Magnason.
19: 50 – Spurningar úr sal.
20:00 – Dagskrárlok

Bókabæirnir austanfjalls vilja auka hróður barnabókarinnar og vekja athygli á mikilvægi barnabóka í eflingu læsis. Því munu þeir standa fyrir málþinginu „Af hverju þarf ég að lesa?“ sem er sjálfstætt framhald Barnabókahátíðar Bókabæjanna austanfjalls sem haldin var í í Bókabæjunum austanfjalls 18. og 19. september 2015. Inntak málþings er barnabókmenntir og læsi – hlutverk barnabókarinnar í eflingu læsis. Spurningunum „af hverju erum við að þessu?“ og „af hverju þurfa börn að lesa?“ verður svarað frá hinum ýmsu sjónarhornum.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *