Dagskrá um Kristján frá Djúpalæk

09 nóv
9. nóvember 2013

Laugardaginn 2. nóvember var dagskrá um Kristján frá Djúpalæk í bókasafninu í Hveragerði.
Þetta var sameiginlegt verkefni Bókasafnsins í Hveragerði og Listvinafélagsins í Hveragerði og tengist sýningu á munum úr eigu Kristjáns, sem nú stendur yfir á safninu (til 8. nóv. nk.). Muni þessa gaf sonur Kristjáns, Kristján Kristjánsson, Listvinafélagi Hveragerðis haustið 2012 í tilefni af væntanlegu skáldasafni og eru þeir varðveittir á Byggðasafni Árnesinga.

Nokkrar stúlkur úr barnakór Grunnskólans í Hveragerði sungu lög við ljóð eftir Kristján. M.a. Vögguvísu (Dvel ég í Draumahöll) úr Dýrunum í Hálsaskógi eftir Thorbjörn Egner, ljóðið þýtt og endursamið af Kristjáni.

Aðalbjörg Bragadóttir íslenskufræðingur flutti erindi um ljóðagerð Kristjáns. (Mastersritgerð hennar).  Erindið má lesa í heild sinni hér á vefnum.

Heiðdís Gunnarsdóttir rifjaði upp minningar sínar um Kristján sem hún kallar „Eins og ég man það.“

Einar Bergmundur Arnbjörnsson las ljóð eftir Kristján. Ljóðið Myrkur úr bókinni, Fljúgandi myrkur og ljóðið Ýlir úr bókinni Sólin og ég.

Jass- og blúshljómsveit Bryndísar Ásmunds flutti nokkur lög við ljóð eftir Kristján.
Svefnljóð (lag eftir Magnús Kjartansson).
Hrafninn (lag eftir Gunnar Þórðarson).
Við sundin (lag eftir Svavar Benediktsson)
Pólstjarnan (lag eftir Ágúst Pétursson)
Dans gleðinnar (lag eftir Pálma Gunnarsson)
Aukalagið: Vor í Vaglaskógi (lag eftir Jónas Jónasson).

Sýningin á munum Kristjáns frá Djúpalæk er opin til 8. nóvember n.k.
Gestir geta einnig skoðað bækur Kristjáns og afrit af bréfum og kortum frá Ríkarði Jónssyni til Kristjáns og fjölskyldu, en frumritin eru geymd á skjalasafninu á Akureyri.

0 svör

Skildu eftir svar

Taktu þátt í umræðunni!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *